Viðreisn og báknið

Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið frá 2009. Ekki sízt um það hvað það hefði haft í för með sér fyrir Ísland að ganga þar inn. Þar kemur meðal annars fram að innganga í Evrópusambandið hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu inngöngunni.